Reglur um skráningu kjörinna fulltrúa hjá Akureyrarbæ á fjárhagslegum hagsmunum og trúnaðarstörfum
Ekki skal skrá upphæðir launagreiðslna en skrá upplýsingar um launað vinnuframlag, starfsemi og stjórnarsetu sem hér segir:
1.1 Skrá launuð störf eða verkefni ef heildargreiðsla á almanaksári er kr. 100.000 eða hærri.Í 8. grein siðareglna kjörinna fulltrúa Akureyrarbæjar kemur fram:
Kjörnir fulltrúar mega þó þiggja gjafir, fríðindi eða annan viðurgjörning vegna starfa sinna, þar sem hagsmunir fyrstu málsgreinar eru ekki fyrir hendi en lagt er til að þeir birti það í hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa".
Skrá eignir sem hér segir
3.1 Fasteignir í eigu aðila að einum þriðja eða meira og nýttar eru í atvinnuskyni eða til útleigu.
Ekki skal skrá fasteignir sem ætlaðar eru til eigin nota viðkomandi og fjölskyldu hans.
Skrá stjórnarsetu og trúnaðarstörf sem hér segir:
4.1 Skrá upplýsingar um stjórnarsetu og önnur trúnaðarstörf fyrir einkarekin eða opinber félög og hagsmunasamtök óháð því hvort umrædd störf eru launuð eða ekki.
Skrá nafn og hlutverk í stjórn eða eðli trúnaðarstarfs eftir því sem við á.